Líkamsímynd barna
Categories:
Líkamsímynd barna er mikilvægur þáttur í lífi barns. Við gerum okkar allra besta að hjálpa börnum að þróa með sér jákvæða líkamsímynd en það er þó ekki alltaf auðvelt í samfélagi sem matar okkur á staðalímyndum og ranghugmyndum um líkama okkar. Ég fékk frábæra konu, hana Elvu Ágústsdóttur í viðtal til mín, en hún hefur skoðað líkamsímynd og sjálfsmynd barna náið, ásamt því að vera í stjórn samtakana um líkamsvirðingu. Í þættinum ræðum við mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar fyrir börn og hvernig er best að mæta börnum þegar kemur að líkamsímynd og sjálfsmynd barna. Það getur verið snúið, en með aukinni fræðslu um líkamsvirðingu, getum við hjálpað börnunum okkar að öðlast jákvætt samband við líkama sinn, í gegnum allar breytingar. Fyrir áhugasama, þá fer Elva yfir líkamsímynd kvenna ásamt öðru tengt jákvæðri líkamsmynd á instagram : elvaagustsdottir