Sprengisandur 07.05.2023 - Viðtöl þáttarins

Bylgjan - A podcast by Bylgjan

Categories:

Kristján Kristjánsson stýrir skeleggri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans fjallar um uppbyggingu spítalans og svarar spurningum um rekstur og stöðu.  Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögum og einn helsti sérfræðingur okkar í ESB rétti fjallar um þær deilur sem eru á opinberum vettvangi um mörk innlendrar löggjafar og Evrópulöggjafar. Borghildur Sturludóttir og Anna María Bogadóttir arkitektar fjalla um fasteignamarkaðinn, áframhald síðustu vikna, nú fjallað um gæði vs. hraða í uppbyggingu og spurt hvort uppbyggingaáform stjórnvalda standist gæðaviðmið.  Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri fjallar um Evrópuráðsfundinn þar sem hástemmdar yfirlýsingar um samstöðu í Úkraínustríðinu eru meginmarkmiðið, hann heldur því farm að Evrópuráðið sé máttlaus stofnun að mestu og ákvarðanir þess skili litlu, enda hafi Rússar verið reknir úr ráðinu.