23. Listakona með ADHD - Viðtal við Hildi Kristínu Stefánsdóttur

Brestur - A podcast by Birna Sif Kristínardóttir, Bryndís Ottesen

Categories:

Hvern gæti grunað að kona sem hefur keppt á heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum, ferðast með rafmagnsselló á síðustu stundu á milli heimsálfa, gefið út sólóplötur, stofnað skapandi skóla, starfað í hljómsveitum og útvarpi og lokið BA gráðu í japönsku gæti verið með ADHD?  Söngkonan, lagahöfundurinn og pródúsentinn Hildur Kristín Stefánssdóttir kom í frábært viðtal til Birnu og Bryndísar, en hún hlaut á dögunum Hvatningarverðlaun ON og Kítón (Félag kvenna í tónlist) fyrir framúrskarandi og brautryðjandi störf sín í tónlist. Hildur segir Brestssystrum frá hvað varð til þess að hún fór í greiningu á fullorðinsaldri, hverjar hennar helstu ADHD áskoranir eru sem skapandi kona í sjálfstæðum rekstri og hvernig hún nýtir ADHD styrkleika sína.   Þátturinn er í boði ⁠⁠⁠⁠⁠Blush⁠⁠⁠⁠⁠ og ⁠⁠⁠⁠⁠NOW⁠⁠⁠⁠⁠ - nældu þér í vörur frá NOW á 25% afslætti með kóðanum 'brestur' Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins: ⁠⁠⁠⁠Brestur á Instagram⁠⁠⁠⁠ ⁠⁠⁠⁠Spjallið umræðuhópur⁠⁠⁠⁠ ⁠⁠⁠⁠Brestur á Facebook⁠