11. Sjávarútvegur
Áslaug og Óli Björn - A podcast by Áslaug og Óli Björn
Categories:
Íslendingum hefur tekist það sem fáum þjóðum hefur auðnast: Gert sjávarútveg að arðbærri atvinnugrein, sem nýtir auðlindir með sjálfbærum hætti. Hagkvæmni, byggð á skynsamlegu stjórnkerfi fiskveiða – kvótakerfi með framsali. Markviss markaðssókn, aukin gæði og betri nýting hráefnis hefur gert ríkissjóði mögulegt að leggja sérstakar byrðar á sjávarútveginn sem keppir við ríkisstyrkta keppinauta. Fjölmörg fyrirtæki sinna margvíslegri þjónustu við sjávarútveg. Glæsileg fyrirtæki, sem sum hver eru leiðandi á sínu sviði í heiminum, eiga rætur í þjónustu við veiðar og vinnslu. Afrakstur af samstarfi hátæknifyrirtækja og sjávarútvegs hefur skotið fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf, aukið fjölbreytni og skapað þúsundir starfa. Framsækin hátæknifyrirtæki með vel menntuðu starfsfólki hafa orðið til vegna fjárfestinga sjávarútvegsfyrirtækja. Um þetta allt ræðum við að þessu sinni.