10 bestu / Snæfríður Ingadóttir, rithöfundur og fjölmiðlakona S8 E5
Asgeir Lie - Podcast - A podcast by Asgeir Olafsson Lie
Snæfríður hefur skrifað eitthvað um 10 bækur. Allavega það margar að við vorum ekki viss hvað þær voru margar þegar við reyndum að telja. Hún elskar Spán og menntaði sig í Noregi og bjó þar í sex ár og starfaði. Hún hefur ferðast víða og starfar í dag við sitt draumastarf. Hvaðan kemur hún og hvert hefur hún farið? Hún starfaði sem blaðamaður lengi og flutti norður í kringum hrunið. Saman þá ræðum við hennar sögu og öll ferðalögin frá því hún var lítil stúlka til dagsins í dag. Takk fyrir gott viðtal Snæfríður. Takk fyrir að hlusta á 10 bestu!