10 bestu / Nökkvi Þeyr Þórisson S7 E7
Asgeir Lie - Podcast - A podcast by Asgeir Olafsson Lie
Nökkvi Þeyr er heitasta nafnið í Íslenskum fótbolta í dag. Hann spilar með KA í Bestu Deildinni og er markahæstur með 17 mörk þegar þetta er ritað og 3 leikir eru enn eftir. Það hefur engum tekist að skora 20 mörk i deildinni hingað til og fylgjast nú allir sem hafa áhuga á fótbolta með því hvort þessum unga leikmanni frá Dalvík takist það í fyrsta sinn. Hvernig er að spila með KA? Hvernig þjálfari er Arnar Grétarsson? Hvernig var að að spila í Þýskalandi? Eru einhver risafélög búin að hafa samband núna við leikmanninn? Hver er draumadeildin að spila í ? Hvernig nærðu að skora svona mörg mörk? Hvað gerir þú til að virkja þig? Öllum þessum spurningum svarar þessi einstaklega vel gerði ungi maður sem virðist með báða fætur á jörðinni og segist hafa unnið í foreldralottóinu þegar hann dásamar foreldra sína, systkini og vini. Hann talar um Maríu sína og litla verðandi heimilisforingjann sem er að fæðast í nóvember. Hér er tilvalin leið til að kynnast heitasta leikmanni á Íslandi í dag betur. Hver er Nökkvi Þeyr Þórisson? Skylduáhlustun fyrir alla sem ætla sér alla leið. Takk fyrir að hlusta á 10 bestu.