10 bestu / MOLI - Siguróli Kristjánsson S9 E9
Asgeir Lie - Podcast - A podcast by Asgeir Olafsson Lie
Moli kom til mín og sagði mér frá því þegar hann fékk þetta viðurnefni, Moli. Hver það var sem ,,á heiðurinn" að nafngiftinni og hvernig það kom til. Í dag er sonur hans kallaður Moli og eitt af barnabörnunum hans var skírt Moli. Hann á bráðum 10 barnabörn. Hann sagði að það hefði verið Páfinn sem gaf leyfi á það. Moli vann í fiski í 36 ár og hefur þjálfað alla tíð með. Hann á farsælan feril með Þór og yngri landsliðum okkar. Af hverju hélt hann ekki áfram í boltanum? Hvernig var að alast upp í bótinni? Hann starfar í frábæru forvarnarverkefni fyrir KSÍ og ferðast hann um landið með það og hefur hefur snúið sér að því að reka Gistiheimilið LAVA apartments og svo tóku þeir feðgar og sá þriðji við Backpackers sem er orðinn vinsælasti staðurinn á Akureyri í dag að mínu mati. Hann reyndar viðurkennir að það sé svo frúin sem gerir síðan allt. Frábært viðtal við mann sem trúir á það að heimurinn geti orðið betri á hverjum degi.