10 bestu / Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur S5 E1

Asgeir Lie - Podcast - A podcast by Asgeir Olafsson Lie

Categories:

Berglind Ósk Guðmundsdóttir er ung kona á uppleið fædd í Kópavogi. Hún náði markmiði sínu að ná 2 sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í norðaustur kjördæmi og stefnir á hið háa Alþingi aðeins 27 ára gömul í næstu kosningum. Hún starfar sem lögfræðingur á skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri. Það er frábært að hlusta á hana tala vegna þess að hún virðist vita sína leið í lífinu. Fjölskylda hennar kallaði hana forsætisráðherrann eð þegar hun var lítil stelpa. Það var í raun vitað hvert hún stefndi. En hún lendir í að reyna að finna sig eins og allir aðrir og þrátt fyrir að hún telji sig finna að hún sé að eldast þá minnti þáttarstjórnandi hana á áð hún væri nú bara tuttugu og eitthvað. Það eru menntamálin sem eiga hennar hug og stefnir hún helst eitthvert innan þeirra. En annars var gaman að kynnast þessari brosmildu og lífsglöðu konu, tala um eitthvað allt annað en pólítik, en samt eitthvað. Og heyra líka listann hennar af 10 uppðáhaldslögum hennar.   Svona eru 10 bestu.